Árið 2008 hafði Sigvaldi Arason í Borgarnesi frumkvæði að kaupa líkan af Eldborginni, með stuðningi ýmissa aðila í héraði og í samvinnu við Gunnar Ólafsson fyrrv. skipstjóra á skipinu. Líkanið var afhent til Byggðasafns Borgfirðinga með hátíðlegri athöfn þann 15. ágúst það ár. Eldborgin var á sínum tíma gerð út frá Borgarnesi í meira en tvo áratugi og á sér því mikilvægan sess í atvinnusögu héraðsins.  Líkt má segja um fjögur önnur skip sem sami hópur hefur nú einnig látið smíða líkön af og afhent Byggðasafninu, þ.a. Hvítána  sem var afhent  til safnsins í maí 2009, Hafborgina sem kom í febrúar 2010, og nú síðast Akraborgina og Laxfoss, en þau skipslíkön voru afhent við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti s.l. föstudag, 25. nóvember. 

 

Við það sama tækifæri var haldið upp á formlega útgáfu Útgerðarsögu Borgfirðinga, bók sem Ari Sigvaldason hefur skrifað fyrir hópinn með Sigvalda Arason og Svein Hálfdánarson sem öfluga bakhjarla. Er mikill fengur að þessu framtaki þar sem mikilvægum þætti í atvinnusögu Borgarness er minnst.

 

Á samkomuni mátti sjá mörg andlit sem tengdust sögu skipanna sem hér um ræðir. Meðal annarra sem þarna voru var Ragnar Olgeirsson sem sigldi á Eldborginni sem ungur maður, Jón Daníelsson og Gunnar Ólafsson fyrrv. skipstjóri.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ljósmyndir: líkönin af Laxfossi og Akraborg, Ragnar Olgeirsson við líkanið af Eldborginni og fólk að festa kaup á Útgerðarsögu Borgfirðinga.

 

 

Guðrún Jónsdóttir

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed