Nýverið færði Tækniborg í Borgarnesi Safnahúsi vandaða Bluetooth hátalara að gjöf. Þeir eru þýsk gæðaframleiðsla frá fyrirtækinu Thonet & Vander og eiga eftir að nýtast vel í framtíðinni í tengslum við sýningar og fleiri verkefni. Eru Tækniborg færðar bestu þakkir fyrir þann hlýhug til starfsemi safnanna sem þetta framtak ber vott um.  Er þetta gott dæmi um stuðpning heimafyrirækja við margvíslega starfsmi, samfélaginu til góðs.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Guðrúnu Jónsdóttur forstöðumann Safnahúss taka á móti gjöfinni frá Ómari Erni Ragnarssyni framkvæmdastjóra Tækniborgar.

Myndataka: Sævar Ingi Jónsson.

Categories:

Tags:

Comments are closed