Ríflega 100 manns mættu á tónleika og opnun ljóðasýningar barna í Safnahúsi í gær, en hátíðin var haldin sameiginlega af Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Safnahúsi. Nemendur Tónlistarskólans fluttu frumsamið efni byggt á gömlum þulum eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur og opnuð var sýning á ljóðum nemenda úr grunnskólum á svæðinu.  Stóðu allir krakkarnir sig með mikilli prýði og tónlistarflutningurinn var vel af hendi leystur og vakti mikla lukku. Sama er að segja um ljóðin, en eftirtaldir grunnskólar tóku þátt í ljóðasýningunni í ár og er þar að finna ljóð 10-11 ára krakka sem hafa samið þau undir handleiðslu kennara sinna:

 

Grunnskólinn í Borgarnesi

Grunnskóli Borgarfjarðar (Kleppjárnsreykjum)

Heiðarskóli

Laugargerðisskóli.

 

Þess má geta að ljóðasýningin mun standa til 27. nóvember n.k.

 

Eftirtalin atriði voru á dagskrá frá nemendum og kennurum Tónlistarskólans:

1. Klara Ósk Kristinsdóttir, Unnur Helga Vífilsdóttir og Þorgeður Sól Ívarsdóttir sungu þulu sem heitir Þula, Þorgerður Sól Ívarsdóttir samdi tónlistina með aðstoð Alexöndru Chernyshovu söngkennara. Jónína Erna Arnardóttir kennari lék undir á píanó.

2. Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir og Ragnheiður Árnadóttir spiluðu fjórhent á píanó lag við þuluna Huldusveinninn. Þær frænkur sömdu saman tónlistina, með aðstoð kennaranna Jónínu Ernu Arnardóttur og Dóru Ernu Ásbjörnsdóttur.

3. Erla Björk Kristjánsdóttir, Kritín Birta Ólafsdóttir, Klara Ósk Kristinsdóttir, Margrét Helga Magnúsdóttir og Unnur Helga Vífilsdóttir fluttu þuluna Á vegamótum. Birna Þorsteinsdóttir kennari samdi tónlistina og stjórnaði hópnum.

4. Eyrún Eiðsdóttir, Þorgerður Sól Ívarsdóttir og Unnur Helga Vífilsdóttirfluttu þuluna Sigga í Sogni. Eyrún samdi lagið með aðstoð Jónínu Ernu Arnadóttur kennara.

5. Ester Alda Hrafnhildardóttir og Klara Ósk Kristinsdóttir sömdu lagið við þuluna Vögguþula og fluttu hana saman. Ólafur Flosason kennari var til aðstoðar og lék undir á píanó.

6. Gömul indíánastef við þuluna Á heimleið – Gunnar Ringsted kennari setti saman. Klara Ósk Kristinsdóttir, Einar Gilbert Einarsson, Ester Alda Hrafnhildardóttir og Aron Bjartur Hilmarsson fluttu. Í framhaldi af því var lag sem Klara samdi við Þuluna um hana Svövu litlu.

7. Rapp-þulan Ólánsmenn var síðust á dagskrá. Ólafur Flosason kennari samdi lagið. Guðjón Snær Magnússon, Stella Dögg Blöndal, Margrét Sæunn Pétursdóttir, Guðrún Helga Tryggvadóttir, Pétur Snær Ómarsson og Árni Hrafn Hafsteinsson fluttu.

 

Ljósmynd: Klara Ósk Kristinsdóttir, Unnur Helga Vífilsdóttir og Þorgerður Sól Ívarsdóttir syngja lag sem sú síðastnefnda samdi,  við undirleik kennara síns, Jónínu Ernu Arnardóttur. Myndataka: GJ.

Categories:

Tags:

Comments are closed