Ríflega 100 manns mættu á tónleika og opnun ljóðasýningar barna í Safnahúsi í gær, en hátíðin var haldin sameiginlega af Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Safnahúsi. Nemendur Tónlistarskólans fluttu frumsamið efni byggt á gömlum þulum eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur og opnuð var sýning á ljóðum nemenda úr grunnskólum á svæðinu.  Stóðu allir krakkarnir sig með mikilli prýði og tónlistarflutningurinn var vel af hendi leystur og vakti mikla lukku. Sama er að segja um ljóðin, en eftirtaldir grunnskólar tóku þátt í ljóðasýningunni í ár og er þar að finna ljóð 10-11 ára krakka sem hafa samið þau undir handleiðslu kennara sinna: