Jólaföndur fyrir alla fjölskylduna úr endurunnum efnum undir handleiðslu Evu Láru Vilhjálmdóttur textílkennara. Allir velkomnir að koma og eiga notalega stund með okkur í Safnahúsinu og föndra smá.

Á morgun laugardaga 17. desember milli 11 og 14 ætlum við að endurtaka leikinn frá Aðventudeginum og vera með föndur á bókasafninu. Eva Lára Vilhjálmsdóttir textílkennari kemur aftur til okkar og núna ætlar hún að leiðbeina um gerð jólaskrauts úr gömlum bókum og hvernig er hægt að endurnýta þær í skemmtilega gjafapoka, merkimiða og annað sem tengist innpökkun á jólagjöfum. Nú eru margir í óðaönn að pakka inn jólagjöfum og er þetta upplagt tækifæri að koma og dýpka þekkingu sína á því sviði en með því að nýta bækur og blöð utan um jólagjafir erum við bæði að spara og minka vistsporið. 

Allir velkomnir og heitt á könnunni. 

Categories:

Tags:

Comments are closed