Um helgina kom hópur afkomenda Halldóru B. Björnsson skáldkonu í Safnahús til að skoða sýningu um verk hennar, sem sett var upp í desember s.l. Halldóra átti eina dóttur, Þóru Elfu Björnsson og kom hún ásamt manni sínum, Gísla Guðmundssyni og  nokkrum afkomendum þeirra.  

Hópurinn kynnti sér starfsemi Safnahúss og skoðaði í leiðinni sýningu á myndverkum Bjarna Helgasonar í sal Listasafnsins. Að lokum var farið í Pálssafn þar sem margar fágætar bækur eru varðveittar og þar dvaldist hópnum lengi.

 

Starfsfólk Safnahúss færir Þóru Elfu bestu þakkir fyrir verðmæta aðstoð við kynningu á verkum og ævi móður hennar, sem var fædd árið 1907 og átti því 100 ára ártíð á síðasta ári. Þess má geta að laugardaginn 2. febrúar s.l. birtist í Lesbók Morgunblaðsins grein um Halldóru eftir Sævar Inga Jónsson héraðsbókavörð.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin í heimsókninni, Þóra Elfa fyrir miðju ásamt fjölskyldu sinni og Sævari Inga Jónssyni sem haft hefur veg og vanda af uppsetningu sýningarinnar.

 

Mynd: Guðrún Jónsdóttir

 

Categories:

Tags:

Comments are closed