Eldri skjöl Hvalfjarðarsveitar voru afhent Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar miðvikudaginn 9. maí s.l. Skúli Þórðarson sveitarstjóri kom og afhenti Jóhönnu Skúladóttur héraðsskjalaverði tvö bretti af skjölum frá Hvalfjarðarstrandarhreppi, Innri- Akraneshreppi, Leirár- og Melahreppi og Skilmannahreppi. Þessir hreppar sameinuðust árið 2006 í Hvalfjarðarsveit. Í afhendingunni voru einnig gögn frá byggingafulltrúa, grunnskóla, leikskóla og fleiri stofnunum sveitarfélaganna. Með Skúla í för voru Birna Mjöll Sigurðardóttir og Erla Dís Sigurjónsdóttir sem unnu fyrir Hvalfjarðarsveit að frágangi skjalanna til langtímavarðveislu á skjalasafnið. Með þessum skilum er góðum áfanga náð í skjalamálum Hvalfjarðarsveitar. 

Ljósmynd: Birna Mjöll Sigurðardóttir. 

Categories:

Tags:

Comments are closed