Eldri skjöl Hvalfjarðarsveitar afhent

 

Eldri skjöl Hvalfjarðarsveitar voru afhent Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar miðvikudaginn 9. maí s.l. Skúli Þórðarson sveitarstjóri kom og afhenti Jóhönnu Skúladóttur héraðsskjalaverði tvö bretti af skjölum frá Hvalfjarðarstrandarhreppi, Innri- Akraneshreppi, Leirár- og Melahreppi og Skilmannahreppi. Þessir hreppar sameinuðust árið 2006 í Hvalfjarðarsveit. Í afhendingunni voru einnig gögn frá byggingafulltrúa, grunnskóla, leikskóla og fleiri stofnunum sveitarfélaganna. Með Skúla í för voru Birna Mjöll Sigurðardóttir og Erla Dís Sigurjónsdóttir sem unnu fyrir Hvalfjarðarsveit að frágangi skjalanna til langtímavarðveislu á skjalasafnið. Með þessum skilum er góðum áfanga náð í skjalamálum Hvalfjarðarsveitar. 

Ljósmynd: Birna Mjöll Sigurðardóttir.