Þann 27. febrúar næstkomandi verður opnuð heimildasýning um Guðmund Sigurðsson í anddyri bókasafns í Safnahúsi. Við það tækifæri verður boðið upp á dagskrá í tali og tónum um Guðmund, sem var einn fremsti revíu- og gamanvísnahöfundur Íslands á 20. öld. Guðmundur var ættaður úr Hvítársíðu en alinn upp í Borgarnesi.
Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona og tengdadóttir Guðmundar syngur lög við texta eftir Guðmund og Bjarni Jónatansson leikur undir á sögufrægan flygil barónsins á Hvítárvöllum.

Fleiri innlegg verða frá fjölsklyldu Guðmundar. Dagskráin hefst kl. 20.00 í Safnahúsi.en húsið opnar kl. 19.30 þar sem Bjarni Jónatansson leikur á píanó í sal sýningarinnar Börn í 100 ár. 

Categories:

Tags:

Comments are closed