Í sumar var að venju sumarlestur á vegum Héraðsbókasafnsins. Fyrir skemmstu lauk honum formlega með árlegri uppskeruhátíð.  Í ár lásu 20 börn 174 bækur sem verður að teljast glæsileg frammistaða.  Nokkur fleiri börn sýndu verkefninu áhuga þó þau hafi ekki skilað inn happamiðum fyrir lesna bók sem telst um leið skráning í verkefnið.  Á uppskeruhátíðinni var að venju farið í létta leiki, m.a. voru leiknir nokkrir bókatitlar sem vakti kátínu víðstaddra.  Að vanda voru dregnir út átta vinningshafar en allir þátttakendur fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna ásamt lestrargóðgæti frá Eddu útgáfu, ýmislegt dót frá Arionbanka og forláta blýpenna frá Tækniborg.  Þá voru veitingum líka gerð góð skil í dagskrárlok.

Þeir sem ekki áttu tök á að koma á hátíðina, geta sótt sína viðurkenningu á Héraðsbókasafnið.

Takk fyrir þátttökuna!

Ljósmynd: Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed