Það var handagangur í öskjunni í gær þegar verðlaun voru afhent til krakka sem hafa verið sérstaklega dugleg að lesa í sumar.

 

Sumarlestur 2008 er  lestrarhvetjandi verkefni fyrir 6-12 ára börn og er ætlað að efla lestrarfærni þeirra. 

 

Í gær var nokkurs konar uppskeruhátíð verkefnisins. Boðið var upp á veitingar, farið í leiki og vinningar og viðurkenningar afhentar. Sparisjóður Mýrasýslu gaf keppendum bolta og húfur sem Hjólbarðaþjónusta Harðar (Hölla) dældi lofti í. Þátttakan var afar góð og þeir 20 krakkar sem skráðu sig til leiks lásu alls 160 bækur! Að lokinni afhendingu verðlauna í gær var farið í leiki með sumarstarfsmönnum Safnahúss í afar góðu veðri. Þetta í fyrsta sinn sem sumarlestur er á dagskrá bókasafnsins, en það var Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður sem stýrði verkefninu með dyggri aðstoð annarra starfsmanna.

 

Á meðfylgjandi mynd eru krakkarnir staddir í svokölluðu IKEA herbergi á sýningunni Börn í 100 ár þar sem þeir tóku þátt í orðaþraut hjá Elínu Elísabetu og Grétu Sigríði Einarsdætrum. 

 

Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir

 

Categories:

Tags:

Comments are closed