Í gær lauk sumaropnun sýningarinnar Börn í 100 ár og verður opið í vetur eftir samkomulagi fyrir hópa. Opnað verður svo á auglýstum tímum í maí á næsta ári. Aðsóknin í sumar var framar öllum vonum, en um 2.500 manns hafa séð sýninguna frá því hún var opnuð 6. júní s.l. 

Mikið er um að börn sæki sýninguna heim og það jafnvel oft, þau sem eiga þess kost.  Fullorðnir virðast ekki síður hafa gaman af því að skoða muni og myndir og kynna sér heimildir þar sem við á. Þess má geta að mikið af upplýsingum um myndefni hafa komið í sumar frá sýningargestum og er það allt skráð í tölvukerfi safnsins. Það er Snorri Freyr Hilmarsson sem er hönnuður sýningarinnar og hefur hann hlotið mikið lof fyrir einstaklega frumlega nálgun við viðfangsefnið.

 

Ljósmynd:  Guðrún Jónsdóttir

Categories:

Tags:

Comments are closed