Yfirskrift Alþjóðlega safnadagsins, laugardaginn 18. maí er söfn sem menningarmiðstöðvar sem er mjög í anda starfsemi Safnahúss. Af þessu tilefni verður opnuð hjá okkur ný listsýning þar sem sýnd verða valin verk úr safnkosti Listasafns Borgarness sem  var stofnað utan um gjöf listvinarins Hallsteins Sveinssonar (1903-1995). Sýningarstjóri er Helena Guttormsdóttir myndlistarmaður og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Helena hefur áður sett upp sýningu úr safni Hallsteins (2013) og þekkir því vel til safnkostsins. Hallsteinn gaf mikið og verðmætt listaverkasafn sitt til Borgnesinga árið 1971 og bætti all nokkru við þá gjöf síðar. Sérstaða þess er myndlist frá árinum 1940-1960 eftir marga þekkta listamenn þjóðarinnar og eru verkin í römmum smíðuðum af Hallsteini. Listasafn Borgarness starfar samkvæmt hugsjónum Hallsteins um mikilvægt hlutverk listarinnar í þágu samfélagsins.

Sýningin verður opnuð kl. 13.00 á opnunardaginn og verður opin til 17.00 þann dag. Eftir það verður hún opin á afgreiðslutíma Héraðsbókasafnsins virka daga 13-18, en þess utan á sama tíma og grunnsýningar hússins, um helgar og á hátíðisdögum 13-17. Sýningin er megin sýningarverkefni Safnahúss í ár og stendur fram til loka september. Ókeypis aðgangur er á allar sýningar Safnahúss á Alþjóðlega safnadaginn 18. maí.

Categories:

Tags:

Comments are closed