Nýlega opnaði Aldan litla verslun í Safnahúsi og hefur það vakið mikla lukku. Verslunin er opin á mánudögum og föstudögum kl. 13:00 til 15:00 og þar eru m.a. seld kerti, pokar, tuskur og skart.

Um Ölduna
Aldan býður upp á verndaða vinnu, hæfingu og virkniþjálfun fyrir fólk með fötlun. Starfssemin kemur til móts við þarfir einstaklinga fyrir atvinnu og hæfingartengda þjónustu sem stuðlar að aukinni hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi til jafns við aðra. Aldan rekur dósamóttöku, saumastofu, kertagerð ofl. og hefur tekið að sér pökkun og límmerkingar á alls kyns varningi ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.  Sjá má verðskrá Öldunnar með því að smella hér.

Aldan fer í sumarfrí 7. júlí – 3. ágúst og mun búðin loka á þeim tíma, en viðtökur hafa verið góðar og er stefnt að því að opna búðina aftur að loknu sumarfríi.

Ljósmynd (Sjöfn Hilmarsdóttir): Helga Björg Hannesdóttir frá Öldunni stendur vaktina í versluninni. Í baksýn eru málverk Ingu Stefánsdóttur.

Categories:

Tags:

Comments are closed