_MG_3759

 Um langt skeið hefur Félag eldri borgara í Borgarfjarðardölum unnið að örnefnaskráningu fyrir svæðið frá Skarðsheiði og að Stafholtstungum og Norðurárdal. Í gær hélt félagið upp á 25 ára afmæli sitt og við það tækifæri voru Landmælingum Íslands  formlega afhent þau gögn sem félagið hefur safnað. Pappírsgögnin sjálf voru hins vegar afhent Safnahúsi og verða varðveitt á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar. Í örnefnanefnd félagsins voru þau Ragnheiður Ásmundardóttir Sigmundarstöðum í Þverárhlíð, Davíð Pétursson Grund í Skorradal og Þorsteinn Þorsteinsson frá Skálpastöðum í Lundarreykjadal og voru þau öll viðstödd afhendinguna.  Í kynningu Þorsteins kom fram að gögnum um örnefni í Borgarfjarðar- og Mýrasýslum hefi verið safnað í enn lengri tíma, eða allt frá því að Ari Gíslason fór um héruð í þeim tilgangi frá árinu 1939.  Félgið hefur unnið ötullega að því að ljúka verkinu og er það unnið í samvinnu við Landmælingar sem skráir allar upplýsingarnar rafrænt og getur almenningur því notið þessa góða framtaks félagsins með heimsókn á vef Landmælinga: http://www.lmi.is/

Ljósmynd: Skarðsheiði. Myndataka: Guðrún Jónsdóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed