Góð aðsókn er að sýningum þessar vikurnar og margir sækja bókasafnið heim. Við minnum á að síðasti sýningardagur Viktors Péturs Hannessonar er 29. júlí, sýning hans sem ber heitið Borgarfjarðarblómi er einstaklega falleg og helguð íslenskri náttúru. Næsta sýningarverkefni í Hallsteinssal er á vegum Listahátíðarinnar Plans B í Borgarnesi og má fylgjast með dagskránni á Facebook síðu hátíðarinnar og/eða á heimasíðu hennar.
Sunnudaginn 25. júlí tók gildi grímuskylda á söfnum og 1 metra nálægðarmörk milli ótengdra aðila. Við biðjum gesti okkar að taka tillit til þessa og gæta vel að handþvotti og notkun spritts.
Verið hjartanlega velkomin í Safnahúsið. Sjá opnunartíma hér: https://safnahus.is/opnunartimar/
Comments are closed