Í sumar ætla þrír aðilar á vettvangi safnastarfs og sýninga í Borgarfirði að bjóða upp á sameiginlegan aðgangseyri. Þetta eru Safnahús Borgarfjarðar Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri og Snorrastofa í Reykholti.  Verður gestum boðið upp á að borga hóflega upphæð fyrir kort sem veitir aðgang að öllum þremur stöðunum með einu korti sem mun gilda í mánuð frá fyrstu heimsókn. Mun kortið kosta 2.000 kr., sem er umtalsverður afsláttur. Með þessu er markmiðið meðal annars að vekja áhuga almennings á þeirri fjölbreyttu menningarflóru sem er að finna í héraðinu og auðvelda fólki aðgang að þeirri miðlun sem þessar menningarstofnanir hafa upp á að bjóða. 

Frekari upplýsingar eins og um verð og opnunartíma er að finna inn á heimasíðum samstarfsaðilanna. Vert er að taka fram að frítt er inn á sýningarnar fyrir börn yngri en 14 ára á Landbúnaðarsafninu og þeirra sem eru undir 18 ára hjá Safnahúsinu og Snorrastofu. 

Þess skal getið að fleiri söfn/setur/sýningar prýða Borgarfjarðarsvæðið og má þar nefna Byggðasafnið í GörðumHáafell Geitfjársetur, Hernámssetur Íslands, Landnámssetur Íslands, Samgöngusafnið og Latabæjarsafnið.

Nánari upplýsingar um framboð ferðaþjónustu á Vesturlandi má sjá með því að smella hér.

Ljósmynd: aðgangskortið. Hönnun þess var í höndum Rósu Sveinsdóttur og er Borgarbyggð þakkað fyrir stuðning við verkefnið.

www.landbunadarsafn.is
www.safnahus.is
www.snorrastofa.is

 

Categories:

Tags:

Comments are closed