Sýningin 353 andlit lýkur brátt göngu sinni en hún var opnuð um miðjan júní s.l. Hefur hún fengið mikla aðsókn og hafa gestir verið mjög ánægðir með hana.  Á sýningunni má sjá ljósmyndir af mannlífi í Borgarnesi í upphafi 9. áratugarins með augum Helga Bjarnasonar blaðamanns sem steig sín fyrstu skref í blaðmennsku á þessum árum.  Á sýningunni má sjá myndir af jafn mörgum andlitum og titillinn segir til um ásamt myndskýringum Helga sem lagt hefur á sig ómælda vinnu við að afla upplýsinga um myndefnið.  Verkefnið var unnið með tilstyrk Safnaráðs íslands og Stéttarfélags Vesturlands og stendur fram til þriðjudagsins 22. september. Þess má geta að þetta er í annað sinn sem Helgi efnir til viðamikillar sýningar í Safnahúsinu og fjallaði sú fyrri um gömlu Hvítárbrúna við Ferjukot og var opnuð á 90 ára afmæli brúarinnar 1. nóvember 2018. Eru honum færðar innilegar þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu safnanna.

Næsta verkefni í Hallsteinssal er einkasýning Guðmundar Sigurðssonar myndlistarmanns sem lengi starfaði sem skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi. Verður hún opnuð í kyrrþey, en verður komin upp mánudaginn 28. september og verður eftir það opin virka daga 13 til 18.

Ljósmynd: Helgi Bjarnason.

Categories:

Tags:

Comments are closed