Frá og með 1. maí eru sýningar Safnahúss opnar alla daga kl. 13.00 til 17.00. Hér má sjá nánar um opnunartímann. Grunnsýningar hússins eru Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna, báðar hannaðar af Snorra Frey Hilmarssyni og sérhannaðar fyrir börn og fjölskyldur.

Í Hallsteinssal sýnir veflistakonan Snjólaug Guðmundsdóttir. Sýning hennar er bæði falleg og vönduð og hefur verið afar vel sótt auk þess sem á opnunardaginn var sett aðsóknamet. Sýningartíminn hefur nú verið verið framlengdur og síðasti dagur opnunar er sunnudagurinn 12. maí. Næsta verkefni í Hallsteinssal er úr safnkosti Listasafns Borgarness og verður sú sýning opnuð laugardaginn 18. maí sem er alþjóðlegi og jafnframt íslenski safnadagurinn. Ljósmynd: Snjólaug útskýrir verk sín fyrir hópi gesta s.l. laugardag.

Categories:

Tags:

Comments are closed