Á árinu 2019 verður margt um að vera í Safnahúsi og hefst dagskráin með myndamorgni kl. 10.00 og fyrirlestri kl. 19.30 fimmtudaginn 10. janúar. Viðburðaskráin er unnin í samstarfi við marga góða aðila og byggir á fagsviðum safnanna fimm sem í Safnahúsi eru. Fyrsta fyrirlestur ársins (10. janúar) flytur Marín Guðrún Hrafnsdóttir bókmenntafræðingur sem segir frá langömmu sinni, rithöfundinum Guðrúnu frá Lundi. Aðrir fyrirlesarar ársins eru þau Þóra Elfa Björnsson, Ástráður Eysteinsson, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Sigurjón Einarsson. Fjórar myndlistarsýningar verða opnaðar á árinu, sú fyrsta 16. mars þar sem Josefina Morell sýnir verk sín. Þar á eftir sýnir Snjólaug Guðmundsdóttir og síðar Ingibjörg Huld Halldórsdóttir. Á komandi sumri verður sýning Listasafns Borgarness í Hallsteinssal og er Helena Guttormsdóttir sýningarstjóri hennar. Tónleikar verkefnisins „að vera skáld og skapa“ verða í lok apríl í samstarfi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og í árslok verða sýndir dýrgripir úr hinu merka bókasafni Páls Jónssonar. Verður það gert undir stjórn Sverris Kristinssonar. Myndamorgnar skjalasafnsins verða á sínum stað og margt fleira mætti upp telja. Sjá nánar um viðburði hússins hér: http://safnahus.is/vidburdir-2019/
Comments are closed