Sumarlestrinum lauk fyrir stuttu og var þátttaka afar góð auk þess sem börnin lásu meira hvert fyrir sig en verið hefur.  Er þetta ánægjuleg þróun. Á næstunni verður uppskeruhátíð í Safnahúsi fyrir þessa duglegu lestarhesta þar sem þau fá viðurkenningar fyrir góða frammistöðu.

Sumarlesturinn stóð yfir frá 10. júní – 10. ágúst, en hann er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.  Þau koma á bókasafnið og velja sér bækur til lesturs og skrá sig.  Um leið og valið er lestrarefni við hæfi og eftir áhuga hvers og eins er lestrarkunnáttan þjálfuð sem er eitt af markmiðum átaksins.

Þetta var í ellefta sinn sinn sem Héraðsbókasafnið gekkst fyrir þessu verkefni og umsjón hafði Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður með aðstoð Sandra Sjabanssonar sumarstarfsmanns bókasafnsins.

Categories:

Tags:

Comments are closed