Nýverið barst byggðasafninu góð gjöf Þorbjargar Guðmundsdóttur ekkju Þorkels Sigurðssonar frá Kolsstöðum (1923 – 2015). Ögmundur Runólfsson tengdasonur þeirra hjóna kom með stólinn og þá var myndin tekin.  Þetta er stóll úr birki sem Bjarni Sigurðsson í Hraunsási smíðaði úr völdum viði í nágrenni Hraunsáss í Hálsasveit. Verður stóllinn til sýnis í anddyri bókasafns næstu daga.

Aftan á stólnum er eftirfarandi texti skráður:

Bjarni Sigurðsson fæddur 30. apríl 1901, dáinn 30. júlí 1974 smíðaði þennan stól úr birki, úr hraunsásskógi.  
Við undirrituð eignuðumst þennan stól 1973. Að okkur gengnum á hann að fara á Byggðasafnið í Borgarnesi.

Reykjavík 1. júní 1974

Þorbjörg Guðmundsdóttir
Þorkell Sigurðsson

Stólinn verður nú skráður sem safngripur á byggðasafnið og er þessu góða fólki þakkað fyrir þann hug sem gjöfinni fylgir.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed