Anna Þórðardóttir Bachmann er látin, 88 ára að aldri. Hún stóð vaktina í Safnahúsi í fjöldamörg ár ásamt manni sínum Bjarna Bachmann sem gegndi safnvarðarstarfi fyrir borgfirsku söfnin í aldarfjórðung. Þar var mikið og óeigingjarnt starf unnið og ekki sett mörk á milli vinnu og heimilis.
Margir eiga fallegar minningar um heimsóknir til Önnu á bókasafnið þar sem hún tók svo einstaklega hlýlega á móti gestum, ungum sem öldnum. Safnahús og sú menningarstarfsemi sem þar fer fram stóð hjarta hennar alltaf nærri. Hún heimsótti söfnin síðast í apríl s.l. ásamt fjölskyldu sinni og þá var þessi mynd tekin inni á Pálssafni, en það safn var tilkomið á starfstíma hennar hér. Þegar hún fór viðhafði hún góð orð um Safnahús og hvatti til frekari sigra.
Starfsfólk Safnahúss sér á bak góðum hollvini við fráfall Önnu Þ. Bachmann og sendir fjölskyldu hennar hugheilar samúðarkveðjur.
f.h. annarra starfsmanna
Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður
Comments are closed