Í morgun kom í Safnahús hópur af krökkum sem m.a. voru frá Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Bifröst. Þau taka í sumar þátt í Sumarfjöri Borgarbyggðar þar sem boðið er upp á fjölbreytt námskeið og heimsóknir yfir sumartímann. Hópurinn sem kom í morgun var aðallega að fræðast um fugla og skoða fuglasafn Náttúrugripasafns Borgarfjarðar, en mikið úr því er á sýningunni Ævintýri fuglanna sem Snorri Freyr Hilmarsson hannaði og opnuð var árið 2013. Meðal þess sem sagt var frá í morgun er griðastaður blesgæsarinnar á Hvanneyri, en þar er verndað búsvæði hennar og hún er áberandi á túnum staðarins vor og haust.
Á myndinni má sjá nokkrar stúlkur úr hópnum (myndataka: Guðrún Jónsdóttir).
Comments are closed