Í sumar eru alls fjórar sýningar í Safnahúsi og þar er gjarnan veitt leiðsögn er varðar íslenskt samfélag á 20. öld og ýmslegt fleira.  Opið verður alla daga 13.00 – 17.00, jafnt helgidaga sem aðra daga. Sýningarnar eru þessar:

Börn í 100 ár – grunnsýning, hönnun Snorra Freys Hilmarssonar. Saga Íslands í ljósmyndum og munum, mikil upplifun að skoða.
Ævintýri fuglanna – grunnsýning, hönnun Snorra Freys Hilmarssonar. Í Safnahúsi er vandað fuglasafn sem hér er stillt upp á listrænan og hugvekjandi hátt.
Refir og menn –  ljósmyndir Sigurjóns Einarssonar af refaveiðimönnum við vetrarveiði. Sýningin hefur fengið afar góðar móttökur.
Pourquoi pas – minningarsýning um strand franska rannsóknaskipsins við Mýrar árið 1936. Sýningin er hönnuð af Heiði Hörn Hjartardóttur.

Sýningar Safnahúss henta öllum aldurshópum og jafnt innlendum sem erlendum gestum.

Verið velkomin!

16.05.12 (22) IMG_0469 IMG_0941 IMG_8393

 

Categories:

Tags:

Comments are closed