IMG_1401

Nýverið barst byggðasafninu útsaumað teppi eftir Ingveldi Hrómundsdóttir(1862-1954) sem bjó í Haukatungu, Kolbeinsstaðahreppi. Ingveldur var ein kvennanna fimmtán sem fjallað var um í sýningunni Gleym þeim ei sem sett var upp í Safnahúsi árið 2015 í tilefni af því að þá voru liðin 100 ár frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt í Alþingiskosningum. Ingveldur var merk kona og sjálfstæð. Hún giftist ekki og átti ekki börn en tók fósturbörn að sér í lengri eða skemmri tíma. Einn þeirra sem dvaldi um sinn undir hennar verndarvæng var Sigurður Pálsson sem síðar varð prestur í Hraungerði í Flóa. Æ síðan átti hann vináttu Ingveldar og var henni sem sonur. Það voru sonur Sigurðar og tengdadóttir, þau Páll Sigurðsson og Lára H. Jóhannesdóttir sem færðu safninu teppið sem er fagurlega útsaumað.  Það er orðið nokkuð slitið enda aldurinn hár. Er afar líklegt að Ingveldur saumað það sjálf, en teppið færði hún Sigurði að gjöf árið 1937.  Eftir lát hans var það í eigu Stefaníu ekkju hans og síðar hjá Láru Höllu og Páli. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir að færa söfnunum þennan grip til minningar um merka konu.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed