Borgarnes á 150 ára afmæli árið 2017. Af því tilefni efnir Safnahús (Héraðsskjalasafn) til samkeppni um ljósmyndir teknar í eða við Borgarnes.

Markmiðið með sambeco_logo_jpgkeppninni er söfnun sjónrænna samtímaheimilda um bæinn. Dæmi um myndefni: mannlíf, umhverfi, byggingar. Bæði getur verið um mynd og myndröð að ræða.

Tímabil myndatöku skal vera 21. apríl – 31. október 2016. Skila á myndum fyrir 7. nóvember 2016 í jpg formi og í fullri upplausn á netfangið: ljosmyndir@safnahus.is.

Dómnefnd áskilur sér rétt til að hafna myndum í óásættanlegum gæðum. Hún veitir þrenn verðlaun fyrir þær myndir sem henni þykir bera af og verða fyrstu verðlaun ljósmyndavörur frá Beco. Valinn hluti innsendra mynda verður hluti safnkosts Héraðsskjalasafnsins að lokinni keppni og 20-25 myndir að vali dómnefndar verða sýndar í Safnahúsi 14. janúar til 1. mars 2017.  Samþykkja myndhöfundar þetta með þátttöku sinni.  Úrslit úr samkeppninni verða kynnt við opnun sýningarinnar.

 

Ljósmynd: Hús við Kveldúlfsgötu í Borgarnesi, byggð á 7. áratug síðustu aldar. Oft kölluð tíkallahús því þau voru byggð af tíu iðnaðarmönnum sem skiptust gjarnan á vinnuframlagi.  Húsin eru sem sagt fimm talsins, tvær íbúðir í hverju.  Myndataka: Guðrún Jónsdóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed