Borgarnes á 150 ára afmæli árið 2017. Af því tilefni efnir Safnahús Borgarfjarðar (Héraðsskjalasafn) til samkeppni um ljósmyndir teknar í eða við Borgarnes. Markmiðið er söfnun sjónrænna samtímaheimilda. Dæmi um myndefni: mannlíf, umhverfi, byggingar. Um mynd eða og myndröð getur verið að ræða.

Tímabil myndatöku er 21. apríl – 31. október 2016. Þriggja manna dómnefnd metur innsendar ljósmyndir og áskilur hún sér rétt til að hafna myndum í óásættanlegum gæðum. Hún veitir þrenn verðlaun fyrir þær myndir sem henni þykir bera af og verða fyrstu verðlaun ljósmyndavörur frá Beco.

Skila á myndum eru fyrir 7. nóv. 2016 í jpg formi og í fullri upplausn á netfangið: ljosmyndir@safnahus.is.

Valinn hluti innsendra mynda verður hluti safnkosts Héraðsskjalasafnsins að lokinni keppni og myndir að vali dómnefndar verða sýndar í Safnahúsi 14. janúar til 1. mars 2017.  Samþykkja myndhöfundar þetta með þátttöku sinni.  Myndir skal senda inn ásamt upplýsingum um nafn, heimilsfang og netfang hjá viðkomandi.

beco_logo_jpg

 

 

 

 

 

Ljósmynd: Hús við Kveldúlfsgötu í Borgarnesi, byggð á 7. áratug síðustu aldar. Oft kölluð tíkallahús því þau voru byggð af tíu iðnaðarmönnum sem skiptust gjarnan á vinnuframlagi.  Húsin eru sem sagt fimm talsins, tvær íbúðir í hverju.  Myndataka: Guðrún Jónsdóttir.

 

Categories:

Tags:

No responses yet

Leave a Reply