Daníel Jónsson (f. 1901) og kona hans Jórunn Þorsteinsdóttir (f. 1905) bjuggu í Borgarnesi fram til ársins 1952. Í gær hittist fjölskylda þeirra á ættarmóti í Borgarnesi, rúmlega þrjátíu talsins. Þau skoðuð m.a. sýninguna Börn í 100 ár og fóru á gamlar slóðir á Sæunnargötu þar sem Daníel og Jórunn bjuggu.  Meðal barna hjónanna er Jón Daníelsson, fyrrv. skipstjóri, sem m.a. var á Laxfossi á sínum tíma og er m.a. sagt frá í Útgerðarsögu Borgarness (Víst þeir sóttu sjóinn) sem kom út á síðasta ári.

Við þetta tækifæri voru teknar myndir. Á annarri myndinni má sjá hópinn allan, og á hinni fjögur börn Jórunnar og Daníels. Frá vinstri: Jón, Bára, Sævar og Ásmundur.

 

Ljósmyndir: Guðrún Jónsdóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed