Uppskeruhátíð sumarlestrar Safnahúss fór fram s.l. föstudag. Í þetta sinn voru lesnar nær 500 bækur í sumar og voru bæði krakkarnir og foreldrarnir mjög ánægðir með árangurinn. Á hátíðinni var farið í leiki, viðurkenningar afhentar og boðið upp á ýmsa gripi og veitingar. Eftirtaldir styrktu þetta framtak með góðum gjöfum: Arion banki og Tryggingamiðstöðin.
Á myndinni má sjá nokkra af krökkunum sem tóku þátt í sumarlestrinum í sumar ásamt þeim Sævari Inga Jónssyni bókaverði og Bjarka Þór Grönfeldt Gunnarssyni sumarstarfsmanni á bókasafni (GJ).
Comments are closed