Uppskeruhátíð sumarlestrar Safnahúss fór fram s.l. föstudag. Í þetta sinn voru lesnar nær 500 bækur í sumar og voru bæði krakkarnir og foreldrarnir mjög ánægðir með árangurinn.  Á hátíðinni var farið í leiki, viðurkenningar afhentar og boðið upp á ýmsa gripi og veitingar.  Eftirtaldir styrktu þetta framtak með góðum gjöfum:  Arion banki og Tryggingamiðstöðin.