Safnahús er orðinn formlegur aðili að vísnavef Árnastofnunar. Vefurinn heitir Bragi – óðfræðivefur. Það eru þau Jóhanna Skúladóttir og Sævar Ingi Jónsson sem annast ritstjórn borgfirska hlutans. Ásamt efni frá Árnastofnun og kvæðasafni úr Borgarfirði verður þarna vísnasafn úr Skagafirði,  Vestmannaeyjum og Kópavogi og von er á meira efni með haustinu. Sjá nánar með því að smella á vísnavef hér á vinstri stiku. Borgfirska vefinn má sjá með því að smella hér.

 

Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá góða vísu eftir Björn heitinn Guðmundsson (1911-1998), höfund Bjössaróló. Björn var mikill hugsjónamaður og í vísunni segir hann hug sinn um umgengnina við móður jörð. Myndin er tekin úr gestabók Bjössaróló.  Ljósmynd: GJ.

Categories:

Tags:

Comments are closed