Safnahús er orðinn formlegur aðili að vísnavef Árnastofnunar. Vefurinn heitir Bragi – óðfræðivefur. Það eru þau Jóhanna Skúladóttir og Sævar Ingi Jónsson sem annast ritstjórn borgfirska hlutans. Ásamt efni frá Árnastofnun og kvæðasafni úr Borgarfirði verður þarna vísnasafn úr Skagafirði,  Vestmannaeyjum og Kópavogi og von er á meira efni með haustinu. Sjá nánar með því að smella á vísnavef hér á vinstri stiku. Borgfirska vefinn má sjá með því að smella hér.