Mikil aðsókn hefur verið á sýningu Katrínar Jóhannesdóttur á þeim tæpum tveimur vikum sem hún hefur staðið. Uppstilling Katrínar á vönduðu handverki sínu þykir einstaklega listrænt og fallega upp sett. Þegar þetta er skrifað hafa um 300 manns séð sýninguna.

Sýningin hefur ákveðið minningarlegt gildi því Katrín tileinkar hana ömmu sinni, Hólmfríði Jóhannesdóttur, sem lést þann 6. Janúar sl. 

 

Sýningin stendur til 31. júlí og er opin alla virka daga frá 13.00 – 18.00 auk þess sem opið verður einhverja helgidaga þegar Katrín verður sjálf á staðnum og verður það þá auglýst sérstaklega hér á vefsíðunni.

 

Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir

 

Categories:

Tags:

Comments are closed