Krakkar úr 1. bekk Grunnskólans í Borgarnesi komu í heimsókn í morgun og kynntu sér Sumarlesturinn 2012, en það verkefni byrjar 10. júní n.k.
Sumarlesturinn er nú haldinn í fimmta sinn. Hann fer þannig fram að börn skrá sig í sumarlesturinn á bókasafninu og fá þá um leið skjal þar sem skráðar eru þær bækur sem viðkomandi barn les í sumar. Þegar bók er aftur skilað á bókasafnið er stimplað við hvern titil og nafn þátttakenda sett á miða í pott sem dregið verður úr í lok sumars á sérstakri uppskeruhátíð í Safnahúsi þar sem einhverjir heppnir lestrarhestar hljóta vinning.
Opið verður á bókasafninu í sumar alla virka daga frá 13-18.
Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir
Comments are closed