Við opnun sýningarinnar um Guðmund Böðvarsson fluttu nemendur og kennarar Tónlistarskólans lög við ljóð Guðmundar, flest frumsamin.  Yngsti nemendinn sem flutti eigin tónsmíð var Sara Sól Guðmundsdóttir sem flutti lag við ljóðið vorið góða með dyggri aðstoð kennara síns Jónínu Ernu Arnardóttur.  Mikið fjölmenni var viðstatt opnunina og Fornbílafélag Borgarfjarðar stillti fornbílum upp í heiðursvörð við inngang sýningarinnar á meðan á henni stóð.

Á neðri myndinni er Aron Bjartur Hilmarsson sem samdi lag við ljóðið Morgunn. Aron lék undir við flutning lagsins ásamt Gunnari Ringsted, en Axel Stefánsson söng.

 

 

 

 

Þess má geta að myndverk nemenda úr eldri bekkjum grunnskóla í héraðinu prýða innganginn að sýningunni og eru þau gerð við ljóð að eigin vali.

 

Ljósmyndir:  EEE 

Categories:

Tags:

Comments are closed