Á morgun (1. maí) hefst sumaropnun í Safnahúsi en í því felst að sýningar eru opnar alla daga kl. 13.00 – 17.00.

Opið á öðrum tímum skv. samkomulagi.

 

Sumaropnun gildir til 1. september.

 

Sýningar hússins í sumar eru þrjár, Börn í 100 ár, Ævintýri fuglanna og Landið sem þér er gefið, sýning um Guðmund Böðvarsson skáld á Kirkjubóli.

 

Bókasafnið er eftir sem áður opið alla virka daga 13.00 – 18.00 árið um kring.

 

Héraðsskjalasafnið er opið 13.00 – 16.00 alla virka daga og einnig 08.00 – 12.00 skv. samkomulagi

 

  

Categories:

Tags:

Comments are closed