Við opnun sýningarinnar um Guðmund Böðvarsson fluttu nemendur og kennarar Tónlistarskólans lög við ljóð Guðmundar, flest frumsamin.  Yngsti nemendinn sem flutti eigin tónsmíð var Sara Sól Guðmundsdóttir sem flutti lag við ljóðið vorið góða með dyggri aðstoð kennara síns Jónínu Ernu Arnardóttur.  Mikið fjölmenni var viðstatt opnunina og Fornbílafélag Borgarfjarðar stillti fornbílum upp í heiðursvörð við inngang sýningarinnar á meðan á henni stóð.