Útskriftarhópur frá leikskólanum Klettaborg voru glaðir í bragði þegar þeir komu til að skoða sýningu nemenda Varmalandsskóla  í Safnahúsi í morgun.  Mest þótti þeim til um stóra fjallið með fossinum, þar sem útilegumaðurinn Fjalla-Eyvindur bjó með fjölskyldu sinni. Að skoðun lokinni heimsóttu krakkarnir bókasafnið og skoðuðu bækur góða stund.

 

Sýningin frá Varmalandsskóla stendur til vikuloka og er fólk hvatt til að skoða þetta frábæra framtak nemendanna, þar sem íslensku þjóðsögurnar eru skoðaðar með skapandi hugsun í fyrirrúmi.

 

Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir

Categories:

Tags:

Comments are closed