Útskriftarhópur frá leikskólanum Klettaborg voru glaðir í bragði þegar þeir komu til að skoða sýningu nemenda Varmalandsskóla  í Safnahúsi í morgun.  Mest þótti þeim til um stóra fjallið með fossinum, þar sem útilegumaðurinn Fjalla-Eyvindur bjó með fjölskyldu sinni. Að skoðun lokinni heimsóttu krakkarnir bókasafnið og skoðuðu bækur góða stund.