Töluverður gestagangur hefur verið í Safnahúsinu, auk þeirra vanalegu gesta sem sækja bókasafnið. Nemendur í Menntaskóla Borgarfjarðar komu ásamt kennara til að vinna verkefni um barnabækur. Þau fengu einnig leiðsögn Helenu Guttormsdóttur um sýningu Gullpenslanna. Og hróður þeirrar sýningar berst víða um land, því hingað kom líka hópur nema úr Listaháskólanum á Akureyri til að berja hana augum, á ferð sinni til höfuðborgarinnar. Von er á enn fleiri gestum í hádeginu á morgun, föstudag 27. mars, þegar boðið verður upp á leiðsögn fyrir áhugasama um Gullpenslasýninguna.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed