Safnahús Borgarfjarðar hefur sett í gang átak til að fá íbúa í sveitarfélaginu til að skrifa niður ýmis minnisatriði og frásagnir og fela skjalasafninu til varðveislu. Sérstaklega er í þessu tilliti höfðað til eldra fólks sem þekkir söguna betur en þeir sem yngri eru. Þetta er ekki síst gert með Gullastokkinn að fyrirmynd, en það er verkefni sem hefur lengi verið í gangi hjá félagi eldri borgara í Borgarfjarðardölum, þar sem fólk hefur tekið saman ýmsan fróðleik um menn og málefni og miðlað til annarra í félaginu auk þess sem söfnin hafa fengið að njóta góðs af.

 

Á næstunni munu fulltrúar frá Safnahúsinu mæta á félagsfundi hjá eldri borgurum til að kynna þetta þarfa málefni, þar sem þeirri beiðni verður beint til fólks að skrifa niður eða láta skrá eftir sér það sem það man af fróðleik um liðna tíma og fela skjalasafninu afrit til varðveislu. Ennfremur er átakið kynnt til annarra íbúa í sveitarfélaginu og til brotttfluttra Borgfirðinga með ýmsum hætti.  Allar frekari upplýsingar um þetta eru veittar í Safnahúsi: 430 7200 eða safnahus@safnahus.is.

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed