Árið 1913 varð Borgarneshreppur fyrst til sem sérstakt sveitarfélag. Af því tilefni hefur nú verið opnuð sýning í Safnahúsi með málverkum og ljósmyndum eftir ýmsa höfunda með Borgarnes sem myndefni. Einnig verður á Þorranum sýnd upptaka af einni vinsælustu sýningu leikdeildar Skallagríms, gamanleiknum Ingiríði Óskarsdóttur eftir Trausta Jónsson (sýnt 1985).

 

 

 

Sýningin um Borgarnes er opin alla virka daga frá 13.00-18.00 og stendur til 27. mars. Ingiríður verður sýnd alla virka daga kl. 16.00

frá og með 25. janúar til 22. febrúar. 

 

Á ljósmyndinni má sjá fallegt verk eftir Einar Ingimundarson: Hafnarfjallið í kvöldsól. Gamla hótelið (brann 1949) sést í forgrunni vinstra megin og lengst til hægri sést í Sölku, hús Kaupfélagsins.

Categories:

Tags:

Comments are closed