Leiklistarstarf hefur alltaf verið stór þáttur í borgfirsku menningarlífi með ungmennafélögin fremst í flokki. Ein margra góðra uppfærslna í héraðinu var leikritið Ingiríður Óskarsdóttir, gamanleikur í þrem þáttum eftir Trausta Jónsson veðurfræðing. Það var sýnt af leikdeild Skallagríms fyrir 28 árum (1985) og hlaut rífandi aðsókn. Til er upptaka af uppfærslunni og er eintak af henni varðveitt í Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar. Hún er nú tekin til sýninga í Safnahúsi með góðfúslegu leyti höfundar, leikara og annarra aðstandenda sýningarinnar. 

Leikritið verður sýnt á litlu tjaldi í Hallsteinssal í Safnahúsi kl. 16.00 alla virka daga frá 25. janúar til 22. febrúar. Á öðrum tímum eftir samkomulagi. Hljóð- og myndgæði eru eftir aðstæðum og aldri, en vel er hægt að njóta sýningarinnar.

 

Ljósmynd:  Ingiríður er mjög fjölbreytt persóna og til eru af henni margar gerðir. Hér sjást tvær þeirra: Grétar Sigurðarson og Hreggviður Hreggviðsson í hlutverkum sínum. Myndina tók Theodór Þórðarson.

Categories:

Tags:

Comments are closed