Leiklistarstarf hefur alltaf verið stór þáttur í borgfirsku menningarlífi með ungmennafélögin fremst í flokki. Ein margra góðra uppfærslna í héraðinu var leikritið Ingiríður Óskarsdóttir, gamanleikur í þrem þáttum eftir Trausta Jónsson veðurfræðing. Það var sýnt af leikdeild Skallagríms fyrir 28 árum (1985) og hlaut rífandi aðsókn. Til er upptaka af uppfærslunni og er eintak af henni varðveitt í Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar. Hún er nú tekin til sýninga í Safnahúsi með góðfúslegu leyti höfundar, leikara og annarra aðstandenda sýningarinnar. 

Árið 1913 varð Borgarneshreppur fyrst til sem sérstakt sveitarfélag. Af því tilefni hefur nú verið opnuð sýning í Safnahúsi með málverkum og ljósmyndum eftir ýmsa höfunda með Borgarnes sem myndefni. Einnig verður á Þorranum sýnd upptaka af einni vinsælustu sýningu leikdeildar Skallagríms, gamanleiknum Ingiríði Óskarsdóttur eftir Trausta Jónsson (sýnt 1985).