Á árinu 2008 komu alls 9.255 gestir í Safnahús og er það um 21 % aukning frá árinu 2007. Af þessum fjölda komu langflestir á bókasafnið, eða 6.214 gestir.
Gestir á listsýningar voru 583 og á sýninguna börn í 100 ár komu ríflega 2.300 gestir. Þar er einungis um hálft ár að ræða, því sýningin var opnuð í júníbyrjun s.l. Gestir sem komu á skjalasafnið til heimildaleitar á árinu voru 146, en fyrirspurnir í síma og í tölvupósti koma þar til viðbótar.
Starfsfólk vonast til að þessi ánægjulega þróun haldi áfram á árinu 2009 og að sem flestir sjái sér hag í að eiga notalega stund í Safnahúsi.
Meðfylgjandi mynd var tekin á Ljóðasýningunni sem var haldin á vegum bókasafnsins í nóvember s.l.
Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir
Comments are closed