Í húsinu eru tvær fastasýningar: Börn í 100 ár (ljósmyndir/munir) og Ævintýri fuglanna (uppstoppaðir fuglar), báðar hannaðar af Snorra Frey Hilmarssyni sem er þekktur listamaður og nálgast viðfangsefnið á frumlegan og fallegan hátt. 

 

Ennfremur er í sumar (fram í nóvember) sýningin Gleym þeim ei, sem er um sögu fimmtán íslenskra kvenna. Sýningin er hönnuð af Heiði Hörn Hjartardóttur og er sett upp í tilefni af kosningaafmæli kvenna. Sýningin er óvanaleg að því leyti að efniviðurinn í hana kemur frá aðstandendum kvennanna fimmtán: texti, munir og myndir.

  

Aðgangseyrir á sýningarnar er 1000 kr. á manninn, en afsláttur er fyrir hópa (10 + = 600 kr.) og eldri borgara/öryrkja (700 kr.).  

 

Opið er alla daga 13.00 - 17.00. 

 

 

Verið velkomin í Safnahús!