Við opnunina á sýningunni um Guðmund skáld á Kirkjubóli flutti Böðvar sonur hans vandað og gott erindi um föður sinn. Erindið nefndi hann: „Hvernig leit veröldin út fyrir 110 árum?“ Þar fjallaði hann m.a. um tíðaranda aldamótanna 1900 og fyrstu áratuga 20. aldarinnar sem setti svip á ljóðagerð föður hans alla ævi. 

 

Sjá má erindi Böðvars með því að smella hér.

 

Sýningin um Guðmund Böðvarsson heitir Landið sem þér er gefið. Þar má annars vegar sjá útskurðarmuni eftir hann og ljóð sem valin hafa verið með heiti sýningarinnar að leiðarljósi.