Laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00 verður opnuð ný sýning í Hallsteinssal, málverkasýning frístundamálarans Jóhönnu L. Jónsdóttur. Jóhanna var forstöðukona Listasetursins Kirkjuhvols á Akranesi í mörg ár og átti mikinn þátt í uppbyggingu þess. Hún er fædd á Akranesi 1951 og ólst þar upp. Hún tók meistarapróf í hárgreiðslu eftir hefðbundna skólagöngu og vann við það lengi en snéri sér síðan að gluggaútstillingum, með öðrum störfum, ásamt því að myndskreyta veggflísar fyrir flísaverslanir. Hún nam flísamálun hjá Tessera Designs í London á árunum 1986-1995 og stundaði nám við Myndlistaskóla Mosfellsbæjar árið 2010.