Fimmtudaginn 19. sept. kl. 17.30 verður opnuð ný sýning í Safnahúsi. Þar er sögð saga Hallsteins Sveinssonar (1903-1995), sem var mikill velgjörðarmaður safnanna.

 

Sýningin er sett upp í samvinnu við fjölskyldu Hallsteins og Ásmundarsafn. Hún mun standa fram til loka janúar og er fólk hvatt til að koma og kynna sér sögu þessa merka manns sem ekki hafði áhuga á veraldlegum auði en sýndi á ævikvöldi sínu einstaka rausn í garð síns heimahéraðs.

 

Skólastofnunum er sérstaklega bent á að notfæra sér sýninguna en boðið verður upp á fræðslu um hana fyrir börn á öllum aldri auk leiðsagnar fyrir fullorðna.