Þann 5. apríl  n.k. kl. 17.00  verður opnuð ný sýning í Safnahúsi, þar sem fuglar úr náttúru Íslands eru sýndir í mögnuðu umhverfi. Þemað er farflugið; hin miklu og óskiljanlegu afrek fuglanna sem hafa heiminn undir í ferðum sínum en rata þó alltaf til baka.  Um leið er minnt á að á Íslandi eru mikilvæg búsvæði fugla sem ber að vernda til hagsbóta allra jarðarbúa, enda er Ísland aðili að alþjóðlegum náttúruverndarsáttmálum. Sýningarhönnuður er Snorri Freyr Hilmarsson, sá sami og hannaði sýninguna Börn í 100 ár.